Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

10.000 miljarðar

10.000 miljarðar, í erlendum lánum.

Þetta er skuldastaða íslands, við útlönd, samkvæmt seðlabankanum.

það gera um það bil 33 millur á mann, eða 134 millur á hverja 4 manna fjölskyldu.

á líbor vöxtum fyrir evru (ca  4%) eru það 5,3 millur á ári á hverja fjölskyldu.

er ekki kominn tími til að henda út því rusli sem stjórnað hefur landinu undan farinn ár?

 


Ísland til helvítis, að eilífu amen!

Það er nokkuð hryllileg umræða sem hefur verið í gangi í fjölmiðlum síðan 1. Apríl.  Ég taldi/vonaði fyrst að þetta væri apríl gabb.Þetta er sú umræða að ríkið kaupi skuldabréf af bönkunum sem jafngildir því sem bankarnir þurfi að greiða í afborganir á næstu 3 árum.  Upphæðinn sem um er rætt er rétt undir 3000 miljörðum króna (3.000.000.000.000)Þetta er upphæð, svo há, að það er nánast útilokað að gera sér í hugarlund. 

Þetta er um ¼ af því sem bandaríkja stjórn áætlaði að Írakstríðið myndi kosta í upp hafi stríðsins.  Þess má geta að stríðið er nú að draga bandarískt þjóðfélag í efnahagslegan ömurleika.

Þarna er verið að tala um 10.000.000 kr, á hvern íslending.  40.000.000 kr á hverja fjögra manna fjölskyldu.  Vextir á fjölskyldu ef upphæðinn á þeim vöxtum sem seðlabankinn bíður eru 6.000.000 króna á ári.Fjölmiðlar hafa fjallað um för sem forsætis ráðherra er væntanlega í núna.  Og notkun hans á einkaþotu fyrir sig og föruneyti sitt.  Áætlum að kostnaður við leiguna sé 6.000.000.
Þá tekur það um 8 mínútur að greiða þennan kostnað með aðeins vöxtunum af því sem þessi björgunar aðgerð gæti kostað.  Það er gott að almenningur hugsar um aðalatriði í gagnrýni sinni.
Aðeins vextir af þeirri upphæð sem umræðir eru hærri en fjárlög íslenska ríkisins.Ef allt færi á versta veg, sem eru töluverðar líkur á, sæti ríkissjóður uppi með að hætta allri þjónustu við sjúka, eldriborgara, löggæslu, skóla eða hverskonar önnur þjónusta eða að hækka skata.Skattar upp á 80% að eilífu amen. 

Til að geta haldið uppi því þjónustu stigi sem er í dag, sem flestum finnst of lágt.  Þyrfti að hækka skatta upp í um kring 80%.  Það myndi ekki duga til að greiða niður skuldir, aðeins vexti.

Þrátt fyrir þessa umræðu eru sumir eigendur bankanna á lista yfir ríkustu menn í heimi.  Ríkisstjórinn telur að bankarnir standi vel.   Ef af þessari aðgerð verður, er fátt annað fyrir íslenskan almenning að gera en BYLTING, og moka þessu liði út á hafsauga.
mbl.is Skuldatryggingarálagið lækkar umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband