Ég er hætt að láta R….

Alveg sama hvaða banki, stjórnmálaflokkur,  fjölmiðill eða valdablokk á í hlut.

Það hlýtur að vera saknæmt að vera svona heimskur og gráðugur að þjóðfélagið sé komið í þrot, ef ekki, þá þurfum við nýja löggjöf.  Það má reyndar segja að þetta sé okkur öllum að kenna.  VIÐ LÉTUM R... OKKUR!  Það má reyndar færa sönnur fyrir því að okkur hafi verið byrluð lyf og þar af leiðandi ekki fær um að vernda okkur sjálf.  Þar af leiðandi er þetta Nau...... 

Um bankana hef ég ekki mikið að segja, það er lögbundin skylda og löng hefð fyrir því að þeir fara fram með þessum hætti. 

Hvað varðar stjórnmálaflokkana, púff.  Tómatsósuhugmyndafræði.  Allir flokkar nema kannski Ögmundur Jónasson.  Kannski að ég láti hann njóta efans of mikið.  Maður getur verið sammála honum eða ekki, hann hefur talað öðruvísi en aðrir.

Hvað meina ég með tómatsósuhugmyndafræði?  Þeir eru allir uppteknir í að höfða til hugsunarlausra zombies sem hafa þann draum að hafa draum.  Þeir flykkjast um að líkjast hvor öðrum þannig að það er næstum ógerningur að sjá hugmyndafræðilegan mun.  Í fjölmiðlum er þetta kallað að færa sig nær miðjunni. 
Lýðræði og kosningum má því líkja við að fara á veitingastað þar sem eru einungis pylsur á boðstólnum, en matseðillinn er fjölbreyttur þar sem hægt er að velja Libby´s, Heinz, Vals og Gunnars tómatsósu með pylsunni.

Hvað varðar fjölmiðla (stór og hávær grátur og org).  Fjórða valdið í lýðræði!   Þeir hafa ekkert gert til að upplýsa þjóðina um stöðu mála.  Það hefur vantað fullkomlega nokkurskonar blaðamennsku eða hugsun í fréttaflutning.  Sem vald hafa þeir sannað að þeir ganga erinda hinna „ríku“ á kostnað lýðræðisins.  Það ætti að vera saknæmt að fara svona með það vald sem almenningur hefur treyst þeim fyrir, sem partur af lýðræðisskipan.  Það er ljóst að svartsýnustu spár frá tímum einkavæðingar ríkisrekkna fjölmiðla hafa orðið að veruleika.

Ég krefst þess að það verði gert hreint fyrir dyrum þjóðabúsins.  Og hin raunverulega staða verði gerð opinber.  Án þess að það gerist verður ekki hægt að vinna sig út úr þeirri stöðu sem upp er komin.

Ég krefst þess að þeir stjórnmálamenn sem hafa verið á faraldsfæti að segja sögur í útlöndum um stöðu mála á Íslandi verði kallaðir heim, í spennitreyju ef þörf er á.

Að lokum vil ég þakka bæði dönskum og bandarískum fjölmiðlum að hafa ekki tekið upp til umfjöllunar þá fundi sem fyrirmenn íslensks atvinnulífs og íslenskir stjórnmálamenn stóðu fyrir.  Ég tel að íslensk þjóð hefði seint borið þess bætur ef sá málflutningur hefði verið gerður opinber og borin saman við sannleikann.  Þó vil ég benda þeim á að: Að vissuleyti voru þeir að bregðast skyldum sínum, bæði gagnvart okkur hér á Íslandi og gagnvart þegnum í þeirra löndum.

  
mbl.is Krónan veiktist um 1,56% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er býsna merkilegur pistill og,-líklega aldeilis afbragðsgóður! Til þess að koma þessu svona frá sér þarf maður að vera hæfilega reiður.

Hvað sem öllu líður er ég þér hjartanlega sammála og þá ekki síst tek ég undir þakkir til þessara erlendu fjölmiðla.

Það er mikil tillitssemi að gera ekki veður út af því þó landsfeður okkar haldi uppteknum hætti við að gera sig að flónum á erlendri grund.

Vont er þegar þeir gera sér ekki grein fyrir raunveruleikanum á eigin vinnustað; verra þó þegar þeir vaða elginn veruleikafirrtir í heimsókn hjá fjarlægum þjóðum.

Mikið óskaplega finnst mér stutt síðan sjálfstæðismenn stærðu sig af því að hafa gert íslensku krónuna að einum sterkasta gjaldmiðli heimsins! 

Árni Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 23:35

2 identicon

Krónan snar féll strax eftir fundinn í New York. Þeir hafa ekki sannfærst við ræður bílasalanna frá Íslandi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband