Færsluflokkur: Lífstíll

Ísland til helvítis, að eilífu amen!

Það er nokkuð hryllileg umræða sem hefur verið í gangi í fjölmiðlum síðan 1. Apríl.  Ég taldi/vonaði fyrst að þetta væri apríl gabb.Þetta er sú umræða að ríkið kaupi skuldabréf af bönkunum sem jafngildir því sem bankarnir þurfi að greiða í afborganir á næstu 3 árum.  Upphæðinn sem um er rætt er rétt undir 3000 miljörðum króna (3.000.000.000.000)Þetta er upphæð, svo há, að það er nánast útilokað að gera sér í hugarlund. 

Þetta er um ¼ af því sem bandaríkja stjórn áætlaði að Írakstríðið myndi kosta í upp hafi stríðsins.  Þess má geta að stríðið er nú að draga bandarískt þjóðfélag í efnahagslegan ömurleika.

Þarna er verið að tala um 10.000.000 kr, á hvern íslending.  40.000.000 kr á hverja fjögra manna fjölskyldu.  Vextir á fjölskyldu ef upphæðinn á þeim vöxtum sem seðlabankinn bíður eru 6.000.000 króna á ári.Fjölmiðlar hafa fjallað um för sem forsætis ráðherra er væntanlega í núna.  Og notkun hans á einkaþotu fyrir sig og föruneyti sitt.  Áætlum að kostnaður við leiguna sé 6.000.000.
Þá tekur það um 8 mínútur að greiða þennan kostnað með aðeins vöxtunum af því sem þessi björgunar aðgerð gæti kostað.  Það er gott að almenningur hugsar um aðalatriði í gagnrýni sinni.
Aðeins vextir af þeirri upphæð sem umræðir eru hærri en fjárlög íslenska ríkisins.Ef allt færi á versta veg, sem eru töluverðar líkur á, sæti ríkissjóður uppi með að hætta allri þjónustu við sjúka, eldriborgara, löggæslu, skóla eða hverskonar önnur þjónusta eða að hækka skata.Skattar upp á 80% að eilífu amen. 

Til að geta haldið uppi því þjónustu stigi sem er í dag, sem flestum finnst of lágt.  Þyrfti að hækka skatta upp í um kring 80%.  Það myndi ekki duga til að greiða niður skuldir, aðeins vexti.

Þrátt fyrir þessa umræðu eru sumir eigendur bankanna á lista yfir ríkustu menn í heimi.  Ríkisstjórinn telur að bankarnir standi vel.   Ef af þessari aðgerð verður, er fátt annað fyrir íslenskan almenning að gera en BYLTING, og moka þessu liði út á hafsauga.
mbl.is Skuldatryggingarálagið lækkar umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

F... you, sir!

Mér finnst áhugavert, frá fræðilegu sjónarhorni en hörmulegt frá svo mörgum öðrum, hversu auðvelt það var fyrir bankana að færa stóran part af tapi sínu yfir á almenning.  Hvernig bankarnir í skjóli frelsis hafa fært tap sitt yfir á almúgann í landinu.  Það þurfti ekki einu sinni aðgerðir stjórnvalda til.Landi góður, stærsti parturinn af sukkinu sem bent var á í  Félagsleg dreifing áhættu og einkavæðing hagnaðar  hefur þegar verið færður til þín.  Þetta hafa bankarnir getað gert upp á sitt einsdæmi.  Það má búast við að Seðlabankinn staðfesti þennan gjörning á næstu dögum með stjórnvaldsákvörðun.

Eftir sitjum við, með sárt ennið og aumt gat.


mbl.is Krónan lækkaði um 6,97%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er hætt að láta R….

Alveg sama hvaða banki, stjórnmálaflokkur,  fjölmiðill eða valdablokk á í hlut.

Það hlýtur að vera saknæmt að vera svona heimskur og gráðugur að þjóðfélagið sé komið í þrot, ef ekki, þá þurfum við nýja löggjöf.  Það má reyndar segja að þetta sé okkur öllum að kenna.  VIÐ LÉTUM R... OKKUR!  Það má reyndar færa sönnur fyrir því að okkur hafi verið byrluð lyf og þar af leiðandi ekki fær um að vernda okkur sjálf.  Þar af leiðandi er þetta Nau...... 

Um bankana hef ég ekki mikið að segja, það er lögbundin skylda og löng hefð fyrir því að þeir fara fram með þessum hætti. 

Hvað varðar stjórnmálaflokkana, púff.  Tómatsósuhugmyndafræði.  Allir flokkar nema kannski Ögmundur Jónasson.  Kannski að ég láti hann njóta efans of mikið.  Maður getur verið sammála honum eða ekki, hann hefur talað öðruvísi en aðrir.

Hvað meina ég með tómatsósuhugmyndafræði?  Þeir eru allir uppteknir í að höfða til hugsunarlausra zombies sem hafa þann draum að hafa draum.  Þeir flykkjast um að líkjast hvor öðrum þannig að það er næstum ógerningur að sjá hugmyndafræðilegan mun.  Í fjölmiðlum er þetta kallað að færa sig nær miðjunni. 
Lýðræði og kosningum má því líkja við að fara á veitingastað þar sem eru einungis pylsur á boðstólnum, en matseðillinn er fjölbreyttur þar sem hægt er að velja Libby´s, Heinz, Vals og Gunnars tómatsósu með pylsunni.

Hvað varðar fjölmiðla (stór og hávær grátur og org).  Fjórða valdið í lýðræði!   Þeir hafa ekkert gert til að upplýsa þjóðina um stöðu mála.  Það hefur vantað fullkomlega nokkurskonar blaðamennsku eða hugsun í fréttaflutning.  Sem vald hafa þeir sannað að þeir ganga erinda hinna „ríku“ á kostnað lýðræðisins.  Það ætti að vera saknæmt að fara svona með það vald sem almenningur hefur treyst þeim fyrir, sem partur af lýðræðisskipan.  Það er ljóst að svartsýnustu spár frá tímum einkavæðingar ríkisrekkna fjölmiðla hafa orðið að veruleika.

Ég krefst þess að það verði gert hreint fyrir dyrum þjóðabúsins.  Og hin raunverulega staða verði gerð opinber.  Án þess að það gerist verður ekki hægt að vinna sig út úr þeirri stöðu sem upp er komin.

Ég krefst þess að þeir stjórnmálamenn sem hafa verið á faraldsfæti að segja sögur í útlöndum um stöðu mála á Íslandi verði kallaðir heim, í spennitreyju ef þörf er á.

Að lokum vil ég þakka bæði dönskum og bandarískum fjölmiðlum að hafa ekki tekið upp til umfjöllunar þá fundi sem fyrirmenn íslensks atvinnulífs og íslenskir stjórnmálamenn stóðu fyrir.  Ég tel að íslensk þjóð hefði seint borið þess bætur ef sá málflutningur hefði verið gerður opinber og borin saman við sannleikann.  Þó vil ég benda þeim á að: Að vissuleyti voru þeir að bregðast skyldum sínum, bæði gagnvart okkur hér á Íslandi og gagnvart þegnum í þeirra löndum.

  
mbl.is Krónan veiktist um 1,56% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband