Ísland til helvítis, að eilífu amen!

Það er nokkuð hryllileg umræða sem hefur verið í gangi í fjölmiðlum síðan 1. Apríl.  Ég taldi/vonaði fyrst að þetta væri apríl gabb.Þetta er sú umræða að ríkið kaupi skuldabréf af bönkunum sem jafngildir því sem bankarnir þurfi að greiða í afborganir á næstu 3 árum.  Upphæðinn sem um er rætt er rétt undir 3000 miljörðum króna (3.000.000.000.000)Þetta er upphæð, svo há, að það er nánast útilokað að gera sér í hugarlund. 

Þetta er um ¼ af því sem bandaríkja stjórn áætlaði að Írakstríðið myndi kosta í upp hafi stríðsins.  Þess má geta að stríðið er nú að draga bandarískt þjóðfélag í efnahagslegan ömurleika.

Þarna er verið að tala um 10.000.000 kr, á hvern íslending.  40.000.000 kr á hverja fjögra manna fjölskyldu.  Vextir á fjölskyldu ef upphæðinn á þeim vöxtum sem seðlabankinn bíður eru 6.000.000 króna á ári.Fjölmiðlar hafa fjallað um för sem forsætis ráðherra er væntanlega í núna.  Og notkun hans á einkaþotu fyrir sig og föruneyti sitt.  Áætlum að kostnaður við leiguna sé 6.000.000.
Þá tekur það um 8 mínútur að greiða þennan kostnað með aðeins vöxtunum af því sem þessi björgunar aðgerð gæti kostað.  Það er gott að almenningur hugsar um aðalatriði í gagnrýni sinni.
Aðeins vextir af þeirri upphæð sem umræðir eru hærri en fjárlög íslenska ríkisins.Ef allt færi á versta veg, sem eru töluverðar líkur á, sæti ríkissjóður uppi með að hætta allri þjónustu við sjúka, eldriborgara, löggæslu, skóla eða hverskonar önnur þjónusta eða að hækka skata.Skattar upp á 80% að eilífu amen. 

Til að geta haldið uppi því þjónustu stigi sem er í dag, sem flestum finnst of lágt.  Þyrfti að hækka skatta upp í um kring 80%.  Það myndi ekki duga til að greiða niður skuldir, aðeins vexti.

Þrátt fyrir þessa umræðu eru sumir eigendur bankanna á lista yfir ríkustu menn í heimi.  Ríkisstjórinn telur að bankarnir standi vel.   Ef af þessari aðgerð verður, er fátt annað fyrir íslenskan almenning að gera en BYLTING, og moka þessu liði út á hafsauga.
mbl.is Skuldatryggingarálagið lækkar umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Þetta myndi aldrei ganga. Þetta eru svo stjarnfræðilegar fjárhæðir. Ríkissjóður/seðlabanki hefðu enga burði til að mæta slíkum fjárhæðum. Bankarnir yrðu frekar þjóðnýttir líkt og Northern Rock.

Hagbarður, 3.4.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: proletariat

Þess vegna hélt ég að þetta væri apríl gabb.

ég hef hinsvegar þá trú að þjóðnýting mundi kosta það sama. 

Það væri best að leyfa þeim a rúlla á hausinn.

proletariat, 3.4.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband